Innlent

Tóku Austurríkismenn á ofsahraða

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í kvöld för þriggja Austurríkismanna á bílaleigubíl sem virtust heldur vera að flýta sér um landið. Þeir mældust á 137 kílómetra hraða rétt sunnan við Blönduós. Ökumaðurinn þurfti að greiða 45 þúsund krónur í sekt og var gengið frá því á staðnum, enda lögreglan með posavél í bílnum. Ætla má að þar sem mennirnir eru frá Austurríki hafi þeir aldrei heyrt um hárnákvæmar starfsaðferðir Blönduóslöggunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×