Innlent

Klámframleiðendum vísað frá

essi ákvörðun eigenda hótelsins varð þess valdandi að hópur klámframleiðenda ákvað í dag að hætta við komuna til landsins. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri segir þetta hafa verið nauðsynlegar aðgerðir í ljósi þeirrar dýfu sem umræðan hafi tekið á síðastliðnum dögum. Aðspurð hvort stjórn hótelsins ætli sér að loka fyrir opnar klámrásir sem hótelgestir geti skoðað á hótelherbergjum, sagði hún að að það sé vilji stjórnar Bændasamtakanna.

Christina Poga vega, sem er í forsvari hópsins, sagði í samtali við Stöð 2 vera steinhissa á ákvörðun hótelsins. Aðspurð hvort hún og hennar félagar hyggist á lögsókn, sagðist hún ekki vilja ræða það við fjölmiðla.

Erna Hauksdóttir,framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í samtali við Fréttastofu nú rétt fyrir fréttir, að vandséð sé að hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geti meinað fólki að koma í skemmtiferðir til Íslandm, þrátt fyrir óbeit sem fólk kann að hafa á klámiðnaði og annari starfsemi sem fólk stunda löglega í heimalandi sínu en er bönnuð á Íslandi.

Málið allt var rætt í þingflokkum í dag og send var út sameiginleg ályktun allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Í ályktuninni er lögð áhersla á að yfirlýst stefna þingflokkanna sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Því sé það í mikilli óþökk þingflokkanna ef umrædd ráðstefna verði haldin hér á landi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Feminstafélagsins, sagði nú rétt fyrir fréttir tíðindi dagsins vera mjög góðan árangur í baráttunni fyrir kynfrelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×