Sakar efnahagsnefnd um að ganga erinda tryggingafélaga 22. febrúar 2007 15:35 MYND/Stefán Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga. Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að um sé að ræða breytingu á einni lagagrein sem að mati félagsins snerta grundvallarmannréttindi. Breytingarnar virðist falla að kröfum vátryggingarfélaganna um að fá að safna viðkvæmum heilsufarsupplýsingum frá tryggingartaka um skylda aðila eins og foreldra og systkini án samþykkis þeirra eða jafnvel vitneskju. Þessu leggst Læknafélagið gegn og vill að leitað verði skriflegs samþykkis aðstandenda tryggingataka fyrir því. Verði frumvarpið hins vegar samþykkt óbreytt verði ekki annað séð en efnahags- og viðskiptanefnd gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskiptahagsmuna á kostnað persónuverndarsjónarmiða einstaklingsins. Þá segir Læknafélagið enn fremur að með frumvarpinu sé reynt að skipta þjóðinni í hinn hreina kynstofn annars vegar og hina hins vegar með því að heimila tryggingafélögum að óska eftir staðfestingu á því að tryggingartaki sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi. „Með slíkri heimild er orðið stutt í að tryggingarfélögin geti farið að gera greinarmun á þeim sem leggja slíka staðfestingu fram og þeirra sem það gera ekki," segir í umsögn Læknafélagsins um breytingartillöguna. Þá óskar Læknafélagið eftir því að þingnefndin leiti álits Persónuverndar á athugasemdum félagsins. Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga. Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að um sé að ræða breytingu á einni lagagrein sem að mati félagsins snerta grundvallarmannréttindi. Breytingarnar virðist falla að kröfum vátryggingarfélaganna um að fá að safna viðkvæmum heilsufarsupplýsingum frá tryggingartaka um skylda aðila eins og foreldra og systkini án samþykkis þeirra eða jafnvel vitneskju. Þessu leggst Læknafélagið gegn og vill að leitað verði skriflegs samþykkis aðstandenda tryggingataka fyrir því. Verði frumvarpið hins vegar samþykkt óbreytt verði ekki annað séð en efnahags- og viðskiptanefnd gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskiptahagsmuna á kostnað persónuverndarsjónarmiða einstaklingsins. Þá segir Læknafélagið enn fremur að með frumvarpinu sé reynt að skipta þjóðinni í hinn hreina kynstofn annars vegar og hina hins vegar með því að heimila tryggingafélögum að óska eftir staðfestingu á því að tryggingartaki sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi. „Með slíkri heimild er orðið stutt í að tryggingarfélögin geti farið að gera greinarmun á þeim sem leggja slíka staðfestingu fram og þeirra sem það gera ekki," segir í umsögn Læknafélagsins um breytingartillöguna. Þá óskar Læknafélagið eftir því að þingnefndin leiti álits Persónuverndar á athugasemdum félagsins.
Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira