Geir fagnar heimköllun herliðs Breta og Dana 22. febrúar 2007 11:13 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. Benti Steingrímur á að með þessum ákvörðunum Breta og Dana fækkaði mjög á lista hinna staðföstu þjóða sem stutt hefðu ólöglega innrás í Írak. Spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin ætlaði að endurskoða stuðnings sinn við innrásina í ljósi þessa. Geir H. Haarde benti á að Alþingi hefði samþykkt að leggja til 300 milljónir króna til stuðnings uppbyggingu í Írak og spurði hvort Steingrímur vildi að það yrði dregið til baka. Full ástæða væri til að fagna þeirri þróun í Írak að Bretar og Danir gætu nú flutt herlið frá Írak. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að stuðningurinn við stríðið hefði ekki verið tekinn á Alþingi heldur í reykfylltum bakherbergjum. Kallaði hann eftir því að Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tæki þátt í umræðuni og bæðist afsökunar á stuðningnum við stríðið fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sagði hann stríðið bæði löglaust og siðlaust. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sagði að allar fullyrðingar um tengsl Íraks við al-Qaida og meinta kjarnorkuvopnaeign Írakaa, sem notaðar hefðu verið til réttlætingar stríðsins, hefðu verið hraktar. Vildi hann fá að vita hvað forsendur lægju nú fyrir stuðningnum og sagði þetta eina allra verstu ákvörðun sem ríkisstjórn hefði tekið. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmætli þeim orðum Geirs að ástandið væri að batna í Írak og sagði ósæmilegt af hálfu forsætisráðherra að blanda saman stuðningi við uppbyggingu í Írak og stuðningi við innrásina 2003. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kom einnig í pontu að sagði að formaður flokksins, Jón Sigurðsson, hefði sagt að ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak hefði verið tekin á grundvelli rangra upplýsinga. Þá lægi það fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu tekið ákvörðunina. Íslendingar væru friðarþjóð og það væri undarlegt hvernig stjórnarnadstaðan hrærði í þessu blóði í hverri viku. Tók hann undir orð forsætisráðherra og spurði hvort menn vildu að kallaður yrði til baka 300 milljóna króna stuðningur við uppbyggingu í Írak. Þá endurtók Geir H. Haarde á í seinni ræðu sinni að ánægjulegt væri að þróunin í Suður-Írak væri með þeim hætti að hægt væri að kallað þaðan mannskap. Forsætisráðherra Íraks hefði lýst því yfir að Írakar væru tilbúnir að taka við öryggismálum þar. Þetta væri staðan ef menn vildu kynna sér það. Geir viðurkenndi þó að staðan væri misjöfn eftir héruðum í Írak og það væri miður. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. Benti Steingrímur á að með þessum ákvörðunum Breta og Dana fækkaði mjög á lista hinna staðföstu þjóða sem stutt hefðu ólöglega innrás í Írak. Spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin ætlaði að endurskoða stuðnings sinn við innrásina í ljósi þessa. Geir H. Haarde benti á að Alþingi hefði samþykkt að leggja til 300 milljónir króna til stuðnings uppbyggingu í Írak og spurði hvort Steingrímur vildi að það yrði dregið til baka. Full ástæða væri til að fagna þeirri þróun í Írak að Bretar og Danir gætu nú flutt herlið frá Írak. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að stuðningurinn við stríðið hefði ekki verið tekinn á Alþingi heldur í reykfylltum bakherbergjum. Kallaði hann eftir því að Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tæki þátt í umræðuni og bæðist afsökunar á stuðningnum við stríðið fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sagði hann stríðið bæði löglaust og siðlaust. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sagði að allar fullyrðingar um tengsl Íraks við al-Qaida og meinta kjarnorkuvopnaeign Írakaa, sem notaðar hefðu verið til réttlætingar stríðsins, hefðu verið hraktar. Vildi hann fá að vita hvað forsendur lægju nú fyrir stuðningnum og sagði þetta eina allra verstu ákvörðun sem ríkisstjórn hefði tekið. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmætli þeim orðum Geirs að ástandið væri að batna í Írak og sagði ósæmilegt af hálfu forsætisráðherra að blanda saman stuðningi við uppbyggingu í Írak og stuðningi við innrásina 2003. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kom einnig í pontu að sagði að formaður flokksins, Jón Sigurðsson, hefði sagt að ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak hefði verið tekin á grundvelli rangra upplýsinga. Þá lægi það fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu tekið ákvörðunina. Íslendingar væru friðarþjóð og það væri undarlegt hvernig stjórnarnadstaðan hrærði í þessu blóði í hverri viku. Tók hann undir orð forsætisráðherra og spurði hvort menn vildu að kallaður yrði til baka 300 milljóna króna stuðningur við uppbyggingu í Írak. Þá endurtók Geir H. Haarde á í seinni ræðu sinni að ánægjulegt væri að þróunin í Suður-Írak væri með þeim hætti að hægt væri að kallað þaðan mannskap. Forsætisráðherra Íraks hefði lýst því yfir að Írakar væru tilbúnir að taka við öryggismálum þar. Þetta væri staðan ef menn vildu kynna sér það. Geir viðurkenndi þó að staðan væri misjöfn eftir héruðum í Írak og það væri miður.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent