Innlent

Þúsundir á Háskóladegi

Háskólanemum á Íslandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Fjöldi ungmenna mætti til að kynna sér námsframboð á Háskóladeginum sem haldinn var í dag.

Allir átta háskólar landsins standa saman að háskóladeginum. Þar voru kynntar þær fimm hundruð námsleiðir sem boðið er upp á í íslenskum háskólum. Kynningarnar voru haldnar í Borgarleikhúsinu þar sem hátt á fjórða þúsund manna mætti, Háskólabíó og Kennaraháskóla Íslands. Sambærilegir háskóladagar verða síðan haldnir á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum á næstu vikum. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem opnaði daginn í Borgarleikhúsinu í morgun þar sem hún fagnaði þeim rektorafjöld sem Ísland nú á og sagði endurspegla þá grósku sem nú er í háskólum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×