Innlent

Kosning hafin um álversstækkun

Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. Þess má geta að þeir Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður umhverfisnefndar Alþingis, takast á um málið á opnum fundi á veitingastaðnum Kænunni klukkan átta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×