Jóhanna sagði að þrjár viðamiklar skýrslur um norræna bankamarkaðinn kölluðu á að fram færi rannsókn á íslensku bönkunum og samráði þeirra. Okrið og græðgin í bankakerfinu væru yfirgengileg.
Vaxta- og þjónustutekjur bankanna hefðu margfaldast frá því þeir voru einkavæddir. Þá sakaði hún sakaði bankana um samráð. Hún sagði Samkeppniseftirlitið hafa kallað eftir aðgerðum og hvatti viðskiptaráðherra til að beita sér fyrir lögum til að brjóta upp samstarf þeirra. Jón Sigurðsson sagði fulla ástæðu til að vera vel á verði, Samkeppniseftirlitið væri að vinna í málinu en taldi ekki ástæðu til að grípa inn í með lagasetningu á svo komnu máli.
Jóhanna sagði átakanlegt að fylgjast með hvernig ráðherra stillti sér upp með bönkunum gegn neytendum.