Innlent

Landbúnaðarsafn stofnað á Hvanneyri

Landbúnaðarsafn Íslands verður sett á laggirnar á Hvanneyri fjórtánda febrúar. Að safninu koma Landbúnaðarháskóli Íslands, sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands.

Hlutverk safnsins er söfnun og varðveisla muna og verkþekkingar, rannsóknir á landbúnaðarsögu og miðlun og fræðsla. Lögð verður áherslu á 20. öldina þegar sjálfsþurftarbúskapur vék fyrir þekkingar-, tækni og markaðsvæðingu í landbúnaði.

Fyrst um sinn mun safnið byggja á hinu 70 ára Búvélasafni á Hvanneyri.

Sjá fréttatilkynningu á vef Landbúnaðarháskólans

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×