Danir sigruðu með marki á lokasekúndu 30. janúar 2007 20:55 Danir sigruðu með marki á lokasekúndu framlengingar í átta liða úrslitum á HM í handbolta, lokastaðan 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar voru með pálmann í höndunum þegar um hálf mínúta var eftir, staðan jöfn og Íslendingar með boltann en glopruðu tækifærinu og því fór sem fór. Íslendingar leika því um 5-8 sætið á HM. Þar mætir liðið Rússum í leik sem ræður því hvort þeir leika um 5. sætið eða 8. sætið. Danir hinsvegar hafa bókað sætið í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Pólverjum. Leikirnir fara fram á fimmtudag. Íslenska liðið leiddi í hálfleik eftir að hafa verið mest þremur mörkum yfir. Í seinni hálfleik seig hinsvegar á ógæfuhliðina og átti liðið slæman kafla í fyrri hluta hálfleiksins og voru mest fjórum mörkum undir. Íslendingarnir komu til baka á síðustu tíu mínútum hálfleiksins með Snorra Stein Guðjónsson fremstan í flokki. Snorri Steinn skoraði fjögur síðustu mörk liðsins og þar á meðal jöfnunarmarkið úr víti þegar fjórar sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Snorri Steinn var fremstur meðal jafningja á vellinum í kvöldGetty ImagesÍslendingar náðu að komast yfir í fyrri hluta framlengingar og höfðu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir þegar Logi Geirsson kastaði boltanum klaufalega í hendurnar á Dananum Sören Stryger og því var staðan jöfn í hálfleik framlengingarinnar í stað þess að Íslendingar væru tveimur mörkum yfir. Íslendingar fengu aftur tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndum leiksins, en þeir héldu í sókn þegar hálf mínúta var eftir og staðan jöfn. En í stað þess að tryggja sér sigur átti Alexander Petersson misheppnað skot og Danir fengu að eiga lokaorðið í leiknum. Lars Möller Madssen nýtti tækifærið vel fyrir Dani og skoraði sigurmarkið um leið og leiktíminn rann út. Íslendingar léku vel í sókninni með Snorra Stein fremstan í flokki en vörnin og markvarslan brugðust í leiknum og skyttur danska liðsins skoruðu að vild fyrir utan en Michael Knudsen og Anders Oechsler skoruðu níu mörk hvor.Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15 Alexander Petersson 3 Ólafur Stefánsson 6 Logi Geirsson 6 Guðjón Valur Sigurðsson 5 Róbert Gunnarsson 4 Sigfús Sigurðsson 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Jesper Jensen og Lasse Boesen fagnaGetty ImagesKasper Hvidt markvörður Dana átti góðan leikGetty ImagesSnorri Steinn og Róbert svekktir í leikslokGetty ImagesStrákarnir okkar að vonum súrirGetty ImagesUlrik Wilbek þjálfari Dana hafði ástæðu til að fagnaGetty Images Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Danir sigruðu með marki á lokasekúndu framlengingar í átta liða úrslitum á HM í handbolta, lokastaðan 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar voru með pálmann í höndunum þegar um hálf mínúta var eftir, staðan jöfn og Íslendingar með boltann en glopruðu tækifærinu og því fór sem fór. Íslendingar leika því um 5-8 sætið á HM. Þar mætir liðið Rússum í leik sem ræður því hvort þeir leika um 5. sætið eða 8. sætið. Danir hinsvegar hafa bókað sætið í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Pólverjum. Leikirnir fara fram á fimmtudag. Íslenska liðið leiddi í hálfleik eftir að hafa verið mest þremur mörkum yfir. Í seinni hálfleik seig hinsvegar á ógæfuhliðina og átti liðið slæman kafla í fyrri hluta hálfleiksins og voru mest fjórum mörkum undir. Íslendingarnir komu til baka á síðustu tíu mínútum hálfleiksins með Snorra Stein Guðjónsson fremstan í flokki. Snorri Steinn skoraði fjögur síðustu mörk liðsins og þar á meðal jöfnunarmarkið úr víti þegar fjórar sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Snorri Steinn var fremstur meðal jafningja á vellinum í kvöldGetty ImagesÍslendingar náðu að komast yfir í fyrri hluta framlengingar og höfðu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir þegar Logi Geirsson kastaði boltanum klaufalega í hendurnar á Dananum Sören Stryger og því var staðan jöfn í hálfleik framlengingarinnar í stað þess að Íslendingar væru tveimur mörkum yfir. Íslendingar fengu aftur tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndum leiksins, en þeir héldu í sókn þegar hálf mínúta var eftir og staðan jöfn. En í stað þess að tryggja sér sigur átti Alexander Petersson misheppnað skot og Danir fengu að eiga lokaorðið í leiknum. Lars Möller Madssen nýtti tækifærið vel fyrir Dani og skoraði sigurmarkið um leið og leiktíminn rann út. Íslendingar léku vel í sókninni með Snorra Stein fremstan í flokki en vörnin og markvarslan brugðust í leiknum og skyttur danska liðsins skoruðu að vild fyrir utan en Michael Knudsen og Anders Oechsler skoruðu níu mörk hvor.Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15 Alexander Petersson 3 Ólafur Stefánsson 6 Logi Geirsson 6 Guðjón Valur Sigurðsson 5 Róbert Gunnarsson 4 Sigfús Sigurðsson 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Jesper Jensen og Lasse Boesen fagnaGetty ImagesKasper Hvidt markvörður Dana átti góðan leikGetty ImagesSnorri Steinn og Róbert svekktir í leikslokGetty ImagesStrákarnir okkar að vonum súrirGetty ImagesUlrik Wilbek þjálfari Dana hafði ástæðu til að fagnaGetty Images
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira