Innlent

Sagðist hafa stigið óvart á bensíngjöfina

MYND/Hari

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu stöðvaði för nítján ára pilts í Ártúnsbrekkunni í nótt en bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða í brekkunni. Pilturinn gaf þá skýringu á akstrinum að hann hefði stigið óvart á bensíngjöfina þegar sími hans féll á milli sætanna og þannig litið af hraðamælinum. Lögregla segir að hvort sem það sé satt eða ekki séu það röng viðbrögð í aðstæðum sem þessum.

Alls voru 22 teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring, flestir þeirra á Sæbraut og Fífuhvammsvegi.

Þá var ekið á 19 ára pilt í miðborginni síðdegis í gær en ökumaðurinn fór af vettvangi. Hann var handtekinn skömmu síðar ásamt farþega úr bílnum en í fórum þess síðarnefnda fundust ætluð fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×