Innlent

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður óháður

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður að öllum líkindum óháður eftir að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúi, gekk úr flokknum í gær. Margrét segist reikna fastlega með því að Ólafur F. Magnússon sigli í kjölfar hennar en hann hefur verið hennar helsti stuðningsmaður.

Þingflokki frjálslyndra gæti hins vegar borist liðsauki úr Framsóknarflokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, neitar því að flokkurinn sé klofinn þótt einhverjir segi sig úr flokknum, komi aðrir í staðinn.

Hann segist hafa rætt við Kristinn H. Gunnarsson en játar því hvorki né neitar að hann ætli að ganga til liðs við þingflokkinn. Það sé Kristinn sjálfur sem verði að svara því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×