Bjartsýnin hættulega mikil fyrir leikinn gegn Íslendingum 30. janúar 2007 10:41 Dönsku leikmennirnir fagna sigri gegn Rússum í milliriðli heimsmeistarakeppninnar. MYND/AP Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum.RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitumRíkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum.RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitumRíkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira