Bjartsýnin hættulega mikil fyrir leikinn gegn Íslendingum 30. janúar 2007 10:41 Dönsku leikmennirnir fagna sigri gegn Rússum í milliriðli heimsmeistarakeppninnar. MYND/AP Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum.RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitumRíkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn. Í greininni segir enn fremur að danska landsliðið standi frammi fyrir bestu möguleikum sínum á að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í tuga ára en hættan sé til staðar. Ekki af því að íslenska liðið sé ósigrandi og hafi á að skipa stjörnu prýddu liði heldur vegna þess að Ísland sé Ísland. Lítil eyja í Norður-Atlantshafi þar sem færri búi en í Árósum samanlagt og því vanmeti menn sjálfkrafa íslenska liðið. Ísland hafi vissulega verið óskamótherji margra dönsku leikmannanna en haft er eftir Lars Christiansen að Danir hafi verið í þessum aðstæðum áður og fallið á prófinu. „Nú þurfuim við að sýna styrk og útsjónarsemi. Handbolti er hluti af þjóðarstolti Íslendinga og íþróttin er vinsæl þar í landi og ég vona að ég og liðsfélagar mínir fyllumst sama stolti í kvöld. Við getum hreinlega ekki látið þennan möguleika fram hjá okkur fara og því verðum við reyndari spilararnir, sem höfum upplifað fleiri sorgarstundir á HM en góðu hófi gegnir, að ræða við þá reynsluminni sem gera sér ekki grein fyrir þessu," segir Christiansen. Greinarhöfundur segist ekki í vafa - og telur danska liði heldur ekki í vafa - um að danska landsliðið sé sterkara sem lið en það íslenska, alla vega þegar liðin ná sínum besta leik. En góðir sigrar á stórþjóðum eins og Rússum og Spánverjum hafi aukið sjálfstraust Dana á þann hátt að þeir geti vanmetið Ísland eilítið og það eitt geti endað með ósköpum.RÚV sýnir alla leiki í 8-liða úrslitumRíkissjónvarpið sýnir alla fjóra leikina í fjórðungsúrslitum HM í handbolta. Tvo þeirra í beinni útsendingu, Þýskaland-Spánn og Ísland-Danmörk. Í dagskrárlok í kvöld verða síðari hálfleikir hinna leikjanna, Frakkland-Króatía og Pólland-Rússland, sýndir frá kl. 23.30. Allir leikirnir fjórir verða svo sýndir í heild sinni í upphafi dagskrár á morgun, frá kl. 11.05.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira