Innlent

Ekki reynt að bola Margréti burt segir Guðjón

Miðstjórn Frjálslynda flokksins ætlar að funda á miðvikudaginn vegna málsins.
Miðstjórn Frjálslynda flokksins ætlar að funda á miðvikudaginn vegna málsins. MYND/Stefán

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir miður að Margrét hafi tekið þá ákvörðun að hætta í flokknum. Hann segir ekki rétt að reynt hafi verið að bola henni burt úr flokknum, hún hafi aðeins orðið undir í varaformannskjöri.

Guðjón segir ljóst að svara verði þeim ásökunum sem komið hafa fram á síðasta sólarhring um að óeðlilega hafi verið staðið að kosningunni. Miðstjórn flokksins ætli að funda á miðvikudaginn og ræða málin en þangað til vilji hann bíða með yfirlýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×