Innlent

Margrét á fundi með stuðningsmönnum sínum

Margrét Sverrisdóttir situr nú á fundi með nánustu stuðningsmönnum sínum innan Frjálslynda flokksins og íhugar framtíð sína í pólitík eftir að hafa tapað fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri um helgina. Spurt var á Alþingi í dag hvernig Frjálslyndi flokkurinn ætlaði að passa ríkiskassann ef hann gæti ekki hent reiður á einum kjörkassa.

Um tuttugu nánustu stuðningsmenn Margrétar mættu til fundarins klukkan sex, en hann var haldinn í Hlíðarsmára 10 þar sem Margrét var áður með kosningaskrifstofu.

Formaður flokksins bað um að farið yrði aftur yfir kjörgögn í gær vegna kosningar í miðstjórn flokksins. Í ljós kom eftir þá yfirferð að Sigurlín Margrét Sigurðardóttir var kominn á varamannabekk, en í stað hennar sem aðalmaður í miðstjórn kominn Höskuldur Höskuldsson varaformaður Nýs afls.

Fullyrt er að Höskuldur Höskuldsson hafi greitt skráningargjöld fyrir um eitthundrað manns sem kusu í formannskjöri en Margrét Sverrisdóttir lagði það að jöfnu við að andstæðingar hennar hefðu greitt fólki fyrir að kjósa Magnús Þór. Höskuldur hefur sjálfur sagt að þetta hafi verið styrkur til flokksins. Sigurlín Margrét var hinsvegar ein af helstu stuðningskonum Margrétar Sverrisdóttur.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu bað Margrét um að fulltrúi hennar yrði viðstaddur endurtalningu. Við því var ekki orðið.

 

En málefni Frjálslynda flokksins komu óvænt upp í upphafi þingfundar í dag á Alþingi þegar stuðningsmönnum Margrétar barst liðsauki úr óvæntri átt. Þingmaður Framsóknarflokksins kom upp í upphafi þingfundar sakaði Frjálslynda flokkinn um rasistadekur og gagnrýndi ringulreið á landsfundi flokksins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×