Innlent

Laug til um nauðgun og fer í fangelsi

Konan sagði nauðgunina hafa átt sér stað í skipi sem var við höfnina í Vopnafirði.
Konan sagði nauðgunina hafa átt sér stað í skipi sem var við höfnina í Vopnafirði. MYND/Vísir

Tuttugu og eins árs kona var í dag dæmd í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa kært mann fyrir nauðgun sem aldrei átti sér stað.

Konan hélt því fram að maðurinn hefði nauðgað sér um borð í skipi í Vopnafjarðarhöfn en viðurkenndi seinna að hún hefði logið og maðurinn hefði aldrei haft við hana kynmök.

Konan hitti manninn á bar á Vopnafirði og fór síðan með honum í káetu hans í skipi sem lá við höfn. Hún stoppaði þar stutt og yfirgaf skipið um leið og maðurinn fór að þvo föt sín. Hún hringdi síðar um nóttina í lögregluna til að tilkynna nauðgun og lagði fram kæru daginn eftir. Um hálfum mánuði síðar játaði hún fyrir lögreglu að hafa logið til um nauðgunina. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa neinar skýringar á því hvers vegna hún hefði logið en hún hefði átt við ýmis andleg vandamál að etja um langa hríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×