Innlent

Milljarð vantar í barnatennurnar



Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs.

Tannheilsa barna hefur versnað á síðusta áratug - á sama tíma og enginn samningur hefur verið í gildi við tannlækna um endurgreiðslu vegna þessa. Viðamikil rtannsókn sýnir einnig svo ekki verður um villst að lakur fjárhagur foreldra er í beinu samhengi við fjölda tannskemmda. Siv Friðleifsdóttir, heilbriðgisráðherra benti á ábyrgð foreldra í gær í tannheilsumálum - Tilsvör ráðherra kallar Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélagsins kattarklór. Það sé ekki hlutverk tannlækna að gera glæpamenn úr foreldrum. Hann segir að endurgreiðslukerfi Tryggingastofnunar sé ónýtt en raunendurgreiðslan nú vegna tannviðgerða barna sé komin niður í fjörutíu til fimmtíu prósent. Það sýni hversu kerfið sé bagalegt að það sé 70 milljóna króna afgangur af áætlaðri endurgreiðslu vegna barna. Hann segist hafa í sinni formannstíð vakið athygli tveggja heilbriðgisráðherra og fjármálaráðherra á að mál væru í ólestri - þannig að ekki hafi staðið á smningsvilja tannlækna. Nú vanti milljarð á ári til þess að koma tannverndarmálum barna í viðundandi horf að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×