Innlent

Hefja eins konar dauðaleit að loðnunni

Hafrannsóknastofnunin og útvegsmenn eru að hefja eins konar dauðaleit að loðnunni, en hingað til hefur ekkert fundist af þeirri loðnu sem ætti að bera uppi veiðarnar í ár.

Aflinn á nýliðnu ári var var aðeins tæp 200 þúsund tonn en hann hefur iðulega verið 700 til 900 þúsund tonn og nokkrum sinnum farið yfir milljón tonna. Aflabresturinn í fyrra er því áfall fyri rútgerðir uppsjávarveiðiflotans og horfurnar í ár eru ekki betri því ekkert hefur fundist af uppvaxtarloðnu úr hrygningunni 2004, sem ætti að bera uppi veiðarnar núna. Það er því ekki búið að gefa út neinn kvóta heldur, ekki einu sinni til bráðabirgða.

Nú er verið að búa út þrjú loðnuskip til leitar ásamt einu hafrannsóknaskipi en nú hefur engin loðna veiðst í meira en átta mánuði þar sem sumar- og haustvertíðirnar brugðust með öllu. Útvegsmenn segja einu huggunina í þessu að síld- og kolmunnaveiðar hafi gengið vel og útlit á þeim vettvangi sé all gott í ár.

Þá hefur hækkandi afurðaverð í erlendum gjaldmiðli og lækkun gengis krónunnar líka dregið heldur úr efnahagslelgu áfalli útgerðanna, mjölverksmiðjanna og sjómanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×