Innlent

Dagvöruverð lægra nú en árið 2002

Finnur Árnason forstjóri Haga segir að verðlag á dagvöru hafi haldið verulega aftur af verðbólgunni síðustu fimm árin. Finnur segir að matvörur ásamt öðrum dagvörum, hafi lækkað á þessu tímabili og því sé fólk að greiða minna fyrir dagvörukörfuna núna en í febrúar árið 2002.

Hann segir að sá atvinnurógur sem dagvöruverslunin hafi ítrekað orðið fyrir undanfarin ár, eigi því ekki við rök að styðjast.

Sem dæmi má nefna segir Finnur að húsnæðiskostnaður einstaklings hafi hækkað á tímabilinu frá 2002 til dagsins í dag. Sá sem greiddi 14,800 krónur í leigu árið 2002 greiðir núna 26,800.

Ef sami einstaklingur fékk 224,800 krónur í laun í febrúar árið 2002 fær núna 316,900 miðað við hækkanir á launavísitölu.

Dagvörukarfan hjá honum hefur hins vegar lækkað segir Finnur ef hann keypti fyrir 12,940 krónur í febrúar 2002 þá kostar sama karfan núna 12,480 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×