Innlent

Mikið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu

Gróður er víða þurr og hætta getur skapast fljótt.
Gróður er víða þurr og hætta getur skapast fljótt. MYND/HH

Óvenjumikið hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Gróður er víða þurr og eldur fljótur að breiðast út. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vill koma þeim tilmælum til fólks að það fari varlega með eld í náttúrunni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru útköll vegna sinubruna á síðastliðnum sólarhring talin í tugum. Mikið hefur verið um smábruna í útjaðri höfuðborgarinnar en vel hefur gengið gengið að slökkva þá.

Að sögn slökkviliðsins er gróður víða mjög þurr. Lítið þarf til að kveikja í sinu og nægir stundum sígarettuglóð. Eldur getur smitast í þurran trjágróður og getur hætta fljótt skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×