Innlent

Öflugt umferðareftirlit í lofti og á landi um helgina

Búast má við löngum bílaröðum inn og út úr borginni um helgina líkt og síðustu helgi.
Búast má við löngum bílaröðum inn og út úr borginni um helgina líkt og síðustu helgi. MYND/Stöð 2

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verður í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar.

Þá mun lögregla og halda úti öflugu hefðbundnu umferðareftirliti á þessum sömu svæðum. Um er að ræða eina mestu ferðahelgi ársins og verður sérstök áhersla lögð á eftirlit með ógætilegum akstri eins og svig- og hraðakstri sem og akstri utan vega. Ekki er gert ráð fyrir að lögregla þurfi að hafa afskipti af ökumönnum vegna þessa. Eftirlitið mun standa yfir frá föstudegi til sunnudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×