Innlent

Viðskiptaráðherra vill tryggja garðyrkjubændum raforkuverð á lægra verði

Garðyrkjubændur á Suðurlandi hafa lengi kvartað undan of háu raforkuverði í gróðurhúsum. Þeir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þurfa greiða hærra raforkuverð fyrir starfsemi sína en til að mynda álver hafa þurft að greiða. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær að hann vildi efla og bæta hag garðyrkjubænda með því að lækka raforkuverð. Hann segir brýnt að leita nýrra leiða á næstu mánuðum til að lækka verð á raforku til garðyrkjubænda og styrkja þann atvinnuveg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×