Innlent

Heyjað á gamla mátann í Árbæjarsafni

Helga Arnardóttir skrifar

Heyannadagur upp á gamla mátann verður haldinn í Árbæjarsafni í dag. Allt fram undir 1940 tíðkaðist víða um land að slá gras með orfi og ljá. Þessi gömlu heyvinnuverkfæri verða nú dreginn fram og er gestum og gangandi boðið að fylgjast með. Ef veður leyfir verður svo bundið í bagga. Auk þess mun landpóstur teyma hest sinn um safnið og bera bréf á milli húsa. Dagskráin hefst um klukkan eitt og er safnið opið til fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×