Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda 2. september 2007 07:45 Sigurður Thorlacius Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja." Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja."
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira