Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda 2. september 2007 07:45 Sigurður Thorlacius Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Vinnumarkaður Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfsorku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstaklingar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að tilraunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna," segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumissir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumarkaði fyrir fólk með skerta starfsorku. Mikilvægt sé að hugarfarsbreyting verði. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu og koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristján Guðmundsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Glæsibæ. Myndin er úr verksmiðju og tengist ekki fréttinni beint. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hlutastarfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnuveitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður," segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi," segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frádráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæfingu og gera stórar kerfisbreytingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núverandi örorka er og efla atvinnuþátttöku öryrkja."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira