Innlent

Dregur úr búðarþjófnuðum hér á landi

MYND/Heiða

Það dró úr búðarþjófnuðum hér á landi um 5,7 prósent á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt alþjóðlegri rannsókn á rýrnun sem náði til 32 landa Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.

Fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu að dregið hafi úr búðarþjófnuðum um 5,7 prósent á milli ára og er það meiri lækkun en í öðrum ríkjum Evrópu. Þannig hafa þjófnaðir minnkað um rúm þrjú prósent í Danmörku og rúm tvö prósent á Spáni og í Portúgal en að meðaltali hafa búðarþjófnaðir aukist um 1,6 prósent í Evrópu.

Fram kemur í fréttabréfinu að stolið sé úr íslenskum verslunum fyrir um 2,5 milljarða króna á ári og kostnaður sem verslanir verða fyrir vegna þjófnaða, mistaka og öryggisviðbúnaðar er yfir þrír milljarðar árlega, eða um 10 þúsund krónur á hvern Íslending.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×