Innlent

Ekki sammála um hvort lögreglusamþykkt sé úrelt

Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir að ekki þyki lengur tiltökumál þótt menn séu fullir og vitlausir á sveitaböllum og því beri ekki að dæma menn fyrir það. Sýslumaður er á allt öðru máli.

Upphaf málsins er að ölvaðum manni var vísað á dyr af balli í Ingólfshöll eftir að hafa verið þar með drykkkjulæti og hótanir. Utandyra datt hann á andlitið og skarst á vör þannig að talsvert blæddi úr.

Vitni segja að hann hafi spýtt á þau blóði og haft í hótunum við dyraverði uns lögregla skarst í leikinn og handtók hann. Ríkissaksóknari ákærði manninn fyrir að hafa brotið gegn lögreglusamþykkt Árnessýsl með því að hafa, ölvaður og æstur, valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri.

Ástríður Grímsdóttir dómari sýknaði manninn hins vegar á grundvelli þess að óspektir mannsins hafi ekki vrið meiri en búast hefði mátt við undir slíku dansleikjahaldi. Lögreglusamþykktin hafi verið gerð fyrir tæpum 70 árum, þegar tíðarandi hafi verið annar, með öðrum orðum, hún sé orðin úrelt.

Ólalfur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sagðist í viðtali við fréttastofu vera því aldeilis ósammála að það væri réttlætanlegt að menn hefðu í hótunum, spýttu blóði og létu öllum illum látum, jafnvel þótt þeir væru á sveitaböllum, en það vær á valdi ríkissksóknara að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×