Innlent

Rekstur Konukots tryggður til áramóta

MYND/PS

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs.

Samkvæmt tilkynningu frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar gerir samningurinn ráð fyrir að Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri athvarfsins. Samningurinn byggir á eldri samningi um reksturinn og er gildistími hans frá 1. maí til loka þessa árs.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×