Innlent

Lofa að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield

Kjarnorkuverið í Sellafield.
Kjarnorkuverið í Sellafield. MYND/Getty Images

Bretar hafa lofað að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield en áform þessa efnis voru kynnt norrænni sendinefnd sem heimsótti stöðina á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrir tveimur árum lak geislavirkur vökvi frá endurvinnslustöð Sellafield og voru norræn stjórnvöld ekki látin vita.

Bretar hafa lýst yfir þeim vilja að taka aftur upp endurvinnslu í Sellafield að minnsta kosti fram til ársins 2011. Stöðin hefur verið umdeild í langan tíma og hafa Norðurlöndin sérstaklega lýst yfir áhyggjum vegna ástands öryggismála. Fulltrúar Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni hafa lýst sig andsnúna því að Bretar taki að sér endurvinnslu kjarnorkuúrgangs í Sellafield, jafnt fyrir innlend sem og erlend kjarnorkuver.

Fram kom á fundi breskra stjórnvalda með fulltrúum Norrænu ráðherranefndarinnar að Bretar ætli sér að leggja mikla áherslu á að bæta öryggismál í verinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×