Innlent

Staðfesti 15 mánaða fangelsisdóm yfir kynferðisbrotamanni

MYND/365

Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa kynferðislega misnotað 13 ára gamla stúlku. Þá var manninum einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Maður krafðist sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður.

Maðurinn var handtekinn í íbúð sinni í janúar á síðasta ári en kvöldið áður hafði hann misnotað stúlkuna kynferðislega með því að káfa á líkama hennar og kynfærum.

Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í desember á síðasta ári og til að greiða 700 þúsund krónur í miskabætur. Þessum dómi var áfrýjað. Krafðist lögmaður stúlkunnar að dómurinn yrði þyngdur og bætur hækkaðar upp í 1.8 milljónir króna. Maðurinn krafðist hins vegar sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×