Innlent

Tveir menn fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar

MYND/GÞS

Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi í dag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en íbúðin er stórskemmd.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn um klukkan 15.23 í dag. Tveir slökkvibílar voru sendir á staðinn og stóð þá mikill reykur frá íbúðinni, sem er á jarðhæð. Samkvæmt fyrstu fréttum var talið að íbúðin hafi verið mannlaus en nú er vitað að tveir menn voru inni í henni þegar eldurinn kviknaði. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar.

Greiðlega gekk að ráða við eldinn og var slökkvistarfi lokið laust fyrir klukkan fjögur. Að sögn slökkviliðsins kviknaði eldurinn út frá kerti í svefnherberginu. Íbúðin er talin stórskemmd.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×