Meistarar krýndir í dag Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2007 00:01 Valsmaðurinn Dennis Bo Mortensen hefur hér betur á móti FH-ingnum Tryggva Guðmundssyni í leik liðanna um síðustu helgi. Mynd/Anton Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira