Meistarar krýndir í dag Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2007 00:01 Valsmaðurinn Dennis Bo Mortensen hefur hér betur á móti FH-ingnum Tryggva Guðmundssyni í leik liðanna um síðustu helgi. Mynd/Anton Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira