Meistarar krýndir í dag Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2007 00:01 Valsmaðurinn Dennis Bo Mortensen hefur hér betur á móti FH-ingnum Tryggva Guðmundssyni í leik liðanna um síðustu helgi. Mynd/Anton Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira