Innlent

Varaþingmaður segir sig úr Frjálslynda flokknum

MYND/Teitur

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í kvöld segir Sigurlín að hún sjái sér engan vegin fært að vinna með núverandi valdhöfum í flokknum í ljósi þess sem á undan hefur gengið.

Fyrr í kvöld lýsti Margrét Sverrisdóttir því yfir að hún ætlað að ganga úr flokknum. Margrét beið lægri hlut í kosningu um varaformann flokksins sem fram fór síðustu helgi og hefur sagt að unnið hafi verið gegn sér innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×