Enski boltinn

Leikmenn verða að taka ábyrgð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.

„Leikmenn verða að taka sinn skammt af ábyrgð," segir Steven Gerrard sem stendur við bakið á Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. McClaren hefur fengið vænan skammt af gagnrýni en Gerrard sýnir honum stuðning.

Enska landsliðið leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Króatíu 21. nóvember í undankeppni Evrópumótsins en fyrst er vináttulandsleikur gegn Austurríki á föstudag.

„Okkur hefur skort stöðugleika í þessari undankeppni. Við erum í virkilega erfiðri stöðu og það er ekki skemmtileg tilfinning að þurfa að treyst á aðra en okkur sjálfa. Önnur úrslit verða að vera okkur í hag," sagði Gerrard.

Enska landsliðið er nokkuð vængbrotið fyrir komandi verkefni. Miðvarðaparið John Terry og Rio Ferdinand verður fjarri góðu gamni og má reikna með því að hinn ungi Micah Richards verði við hlið Sol Campbell í hjarta varnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×