Úrskurðað hefur verið að Brad Delp, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Boston, hafi framið sjálfsvíg. Delp, sem var 55 ára, eitraði fyrir sjálfum sér á heimili sínu í bænum Atkinson í New Hampshire. „Það er gott að vita að hann geti loksins farið í friði,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu hans.
„Hann var maður sem gaf mikið af sér til allra í kringum sig, hvort sem það var fjölskyldan, vinir eða ókunnugir. Hann gerði það sem hann gat en hann var orðinn mjög þreyttur.“ Á heimasíðu Boston mátti sjá yfirlýsinguna: „Við höfum misst geðþekkasta náungann í rokkinu.“