Enski boltinn

Fabregas gæti misst af næstu þremur leikjum Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar marki með Arsenal.
Cesc Fabregas fagnar marki með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst við því að Cesc Fabregas verði frá næstu tíu dagana og missi því af næstu þremur leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Fabregas tognaði aftan í læri í leik Arsenal og Sevilla í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Ég veit ekki fyrir víst hvað Cesc verður lengi frá,“ sagði Wenger. „Það gæti verið að hann verði klár fyrir leikinn gegn Aston Villa á morgun en í versta falli verður hann frá í tíu daga. Læknarnir eru ekki bjartsýnir fyrir leikinn á morgun.“

Robin van Persie er enn frá vegna sinna meiðsla og þá eru þeir Gael Clichy og Alexandar Hleb tæpir.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×