Innlent

Árekstur við Straumsvík

MYND/Halli

Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður.

Óljóst er hve mikil meiðsl maðurinn hlaut við áreksturinn en talið er að annar bíllinn hafi farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að ökutækin skullu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×