Innlent

Beðnir um að sýna varúð við akstur

Viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu stendur nú yfir og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þá eru vegfarendur einnig beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið og sérstaklega við óbrúaðar ár. Eru ökumenn minntir á að kanna straum, dýpt og botngerð áður en farið er yfir vatnsföll.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×