Innlent

Vilja lengja og lagfæra Þingeyrarflugvöll

Bæjarráð Bolungarvíkur vill að Þingeyrarflugvöllur verði lengdur og lagfærður hið fyrsta til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu og beinan útflutning á ferskum fiski.

Einnig að flutningsjöfnun verði tekin upp strax með niðurgreiddum strandsiglingum eða landflutningum, og að höfuðstöðvar Ratsjárstofnunar verði fluttar til Bolungarvíkur.

Þetta eru meðal atriða sem bæjarráðið vill sjá sem mótvægisaðgerðir hins opinbera vegna mikils niðurskurðar á þorskveiðiheimildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×