Innlent

Prestastefna sett á Húsavík í kvöld

Frá setningu Prestastefnu í dag.
Frá setningu Prestastefnu í dag.

Prestastefna var sett með formlegum hætti á Húsavík í kvöld. Gengu prestar hempuklæddir frá Fosshótelinu á Húsavík að Húsavíkurkirkju þar sem dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði.

Prestastefnan heldur áfram á morgun þar sem biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, flytur yfirlitsræðu sína. Í kjölfarið verður fjallað um álit kenningarnefndar um staðfesta samvist og drög að formi um blessun staðfestrar samvistar fyrir samkynhneigða.

Deilt hefur verið um það innan Þjóðkirkjunnar hversu langt kirkjan eigi að ganga í málefnum samkynnheigðra en hópur presta vill að lögum verði breytt þannig að prestar fái leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman.

Prestastefnunni á Húsavík lýkur svo á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×