Innlent

Sjoppur hirða til sín skattalækkun á kostnað neytenda

Sjoppur á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki skilað skattalækkunum til neytenda að fullu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Aðeins 6 af þeim 64 sjoppum sem könnunin náði til höfðu lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í sumum tilvikum hafði verð hækkað á tímabilinu. Fimm sjoppur lækkuð ekki verð og sjö meinuðu samtökunum að kanna verð.

Neytendasamtökin könnuðu verð í 64 sjoppum og bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu í lok febrúar til að fylgjast með verðbreytingum í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts á matvælum. Verð var síðan kannað aftur í apríl.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að aðeins sex sjoppur skiluðu virðisaukaskattslækkuninni til viðskiptavina sinna. Í fimm sjoppum mældist engin verðlækkun og í sjö var samtökunum meinað að kanna verð í seinna skiptið. Alls lækkuðu 17 sjoppur verð að hluta og 28 að littlu leyti.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Vísi niðurstöðurnar valda vonbrigðum. „Það eru alltof margar sjoppur sem lækka ekki eða lækka ófullnægjandi og taka hluta af virðisaukaskattslækkuninni til sín. Ég minni á það að þessi skattalækkun var gerð til þess að bæta kjör neytenda en ekki verslana."

Sjoppur sem lækkuðu verð að fullu:

Bónusvídeó - Lækjargötu Hafnarfirði

Nesti (N1)

Select (Shell)

STÁ Video - Kársnesbraut Kópavog

Uppgrip (Olís)

Víkivaki - Laugavegi 5

Sjoppur sem ekki lækkuðu verð:

Aðalhornið - Barónsstíg 27

Grandakaffi - Grandagarði

Sælgætis- og vídeóhöllin - Garðatorgi 1 Garðabæ

Söluturninn - Bæjarhrauni 20 Hafnarfirði

Trisdan (Skutlan) - Lækjartorgi

Sjoppur þar sem Neytendasamtökunum var meinað að kanna verð:

Biðskýlið - Kópavogsbraut 115 Kópavogi

Bitahöllin - Stórhöfða 15

Holtanesti - Melabraut 11 Hafnarfirði

Ís Café - Vegmúla 2 (v/Suðurlandsbraut)

Nesbitinn - Eiðistorgi 13 Seltjarnarnesi

Söluturninn Toppurinn - Síðumúla 8

Texax - Veltusundi 3

Könnun Neytendasamtakanna má sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×