Innlent

Þjófar á kreiki

MYND/Guðmundur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nokkra þjófa í Reykjavík í gær og í nótt. Tveir karlar og unglingsstúlka voru handtekin í gærkvöldi þar sem þau óku um á stolnum bíl. Í fórum annars mannsins fundust munir sem hann gat ekki gert grein fyrir. Lögreglan handtók unglingspilta í Breiðholti í nótt en þeir eru grunaðir um innbrot í leikskóla.

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af karlmanni tvisvar á einum sólarhring. Í fyrra skiptið var hann tekinn fyrir þjófnað en í nótt var hann í óleyfi á einum af sundstöðum borgarinnar. Ekki er vitað hvort hann hafi ætlað að fá sér sundsprett eða reyna að komast yfir verðmæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×