Enski boltinn

Lehmann til Wolfsburg?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fer Lehmann frá Arsenal í janúar?
Fer Lehmann frá Arsenal í janúar?

Talið er að þýska liðið Wolfsburg hafi áhuga á því að fá þýska markvörðinn Jens Lehmann til sín í janúar. Felix Magath, þjálfari Wolfsburg, vildi hvorki neita né játa þegar hann var spurður út í þetta mál í janúar.

Lehmann hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan í ágúst en hann hefur misst sæti í byrjunarliðinu til Manuel Almunia. Hann hefur gefið í skyn að hann vilji komast aftur heim í þýsku deildina þar sem hann spilaði á sínum tíma fyrir Borussia Dortmund.

Simon Jentzsch er aðalmarkvörður Wolfsburg í dag en hann var tekinn af velli í hálfleik þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Eintracht Frankfurt. Magath hefur sagt að frammistaða hans á tímabilinu hafi ollið vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×