Íslenski boltinn

Guðjón: Við fengum spjöldin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Þórðarson segir að Willum Þór, þjálfari Vals, ætti að vera þakklátur fyrir störf dómarans.
Guðjón Þórðarson segir að Willum Þór, þjálfari Vals, ætti að vera þakklátur fyrir störf dómarans. Mynd/ÞÖK

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að ef einhver ætti að vera þakklátur fyrir störf dómarans sé það Willum Þór Þórsson þjálfari Vals. Willum sagði að Guðjón hefði tekið Kristinn Jakobsson úr jafnvægi í fyrri hálfleik.

„Það var nú þannig í leiknum að við fengum spjöldin en ekki þeir. Ef þú skoðar atvikin þar sem við fengum spjöld og skoðar svo það sem Valsmenn sluppu með að fá spjöld þá er ekki mikið til í þessum ásökunum þeirra," sagði Guðjón.

„Það er samt alveg rétt að ég og Kristinn áttum orðaskipti. Ég kom mínum málum á framfari við hann og það var bara sanngjarnt tal og ekkert annað."

„Úr því sem komið var hefði ég viljað vinna þennan leik. Það er kannski óvanalegt í okkar stöðu að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum en það er eitthvað sem við verðum að bæta og laga," sagði Guðjón Þórðarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×