Íslenski boltinn

Bjarni: Góð úrslit fyrir okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.

„Það verða að teljast góð úrslit fyrir okkur að koma hingað og spila við Val með þennan hóp sem þeir hafa og ná stigi," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna, við Vísi eftir 2-2 jafnteflið gegn Valsmönnum í kvöld.

„Það tekur bara sekúndubrot að skora og meðan hitt liðið er yfir 1-0 þá þurfum við bara eina sókn til að jafna. Við vitum að við höfum gæðin fram á við. Ef við hefðum haldið vörninni betur þá hefðum við sennilega unnið leikinn en við erum samt sáttir."

Björn Bergmann Sigurðarson, bróðir Bjarna, átti stórleik og skoraði bæði mörk ÍA. „Hann lifnaði við í seinni hálfleik og þetta var mjög vel gert hjá honum í báðum mörkunum. Þetta er það sem hann getur, ef hann er í boxinu þá skorar hann," sagði Bjarni.

Valsmenn voru allt annað en sáttir eftir leikinn og kvörtuðu meðal annars undan sambandi Bjarna og Kristins Jakobssonar dómara í leiknum. Bjarni vísar þessum ásökunum á bug. „Ef þú skoðar leikinn sérðu hversu oft ég er tekinn niður og ekki er spjaldað. Það er bara hluti af leiknum að tala við alla og ég talaði ekkert frekar við Kidda en leikmennina hjá þeim," sagði Bjarni.

Þegar hann var spurður að því hvort Skagamenn stefndu ekki ótrauðir á þriðja sætið var svarið: „Við stefnum á að vinna Víking í næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×