U17 landslið kvenna vann stórsigur Elvar Geir Magnússon skrifar 17. september 2007 18:27 Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Ferðalag stelpnanna til Slóveníu gekk ekki þrautalaust fyrir sig og vegna seinkunar á flugi komu stelpurnar ekki á áfangastað fyrr en kl. 4 í morgun. Ekki tók betra við þar sem að töskur hópsins skiluðu sér alls ekki á réttan stað. Stelpurnar slepptu því æfingu í morgun en mættu einbeittar í leikinn, reyndar í lánsbúningum. Sem betur fer var forsjálnin með í för og voru því allir leikmenn með skó og legghlífar í handfarangri. Íslenska liðið stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og strax á þriðju mínútu kom fyrsta markið og þar var Berglind Björg Þorvaldsdóttir á ferðinni. Sex mínútum síðar bætti Sigrún Inga Ólafsdóttir marki við og á 18. mínútu skoraði Berglind sitt annað mark í leiknum. Berglind bætti svo þriðja marki sínu við á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði, fyrirliðinn, Dagný Brynjarsdóttir fimmta mark Íslendinga. Frábær fyrri hálfleikur að baki og í hálfleik fréttist að langflestar töskurnar væru komnar á áfangastað. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en íslenska liðið með yfirhöndina. Mörkin létu á sér standa en það var svo títtnefnd Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem að bætti við tveimur mörkum á 71. og 79. mínútu leiksins. Berglind gerði því fimm mörk í leiknum sem er ótrúlegur árangur. Þessi Eyjastelpa, sem leikur með Breiðablik, á ekki langt að sækja markheppnina en bróðir hennar er landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettar skoruðu sitt eina mark í blálokin úr vítaspyrnu en það skyggði ekki á góðan sigur íslensku stelpnanna. Stelpurnar leiks svo gegn gestgjöfunum frá Slóveníu á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl. 14:30 en Slóvenía og Úkraína gerðu jafntefli í dag, 2-2. Af vefsíðu KSÍ Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Ferðalag stelpnanna til Slóveníu gekk ekki þrautalaust fyrir sig og vegna seinkunar á flugi komu stelpurnar ekki á áfangastað fyrr en kl. 4 í morgun. Ekki tók betra við þar sem að töskur hópsins skiluðu sér alls ekki á réttan stað. Stelpurnar slepptu því æfingu í morgun en mættu einbeittar í leikinn, reyndar í lánsbúningum. Sem betur fer var forsjálnin með í för og voru því allir leikmenn með skó og legghlífar í handfarangri. Íslenska liðið stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og strax á þriðju mínútu kom fyrsta markið og þar var Berglind Björg Þorvaldsdóttir á ferðinni. Sex mínútum síðar bætti Sigrún Inga Ólafsdóttir marki við og á 18. mínútu skoraði Berglind sitt annað mark í leiknum. Berglind bætti svo þriðja marki sínu við á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði, fyrirliðinn, Dagný Brynjarsdóttir fimmta mark Íslendinga. Frábær fyrri hálfleikur að baki og í hálfleik fréttist að langflestar töskurnar væru komnar á áfangastað. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en íslenska liðið með yfirhöndina. Mörkin létu á sér standa en það var svo títtnefnd Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem að bætti við tveimur mörkum á 71. og 79. mínútu leiksins. Berglind gerði því fimm mörk í leiknum sem er ótrúlegur árangur. Þessi Eyjastelpa, sem leikur með Breiðablik, á ekki langt að sækja markheppnina en bróðir hennar er landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettar skoruðu sitt eina mark í blálokin úr vítaspyrnu en það skyggði ekki á góðan sigur íslensku stelpnanna. Stelpurnar leiks svo gegn gestgjöfunum frá Slóveníu á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl. 14:30 en Slóvenía og Úkraína gerðu jafntefli í dag, 2-2. Af vefsíðu KSÍ
Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira