Innlent

Hvorugur endurskoðenda Baugs vissi um kaupréttarsamninga

Endurskoðendur Baugs vissu hvorugir um kaupréttarsamninga yfirmanna Baugs fyrr en eftir að lögreglurannsókn hófst. Anna Þórðardóttir, endurskoðandi Baugs, kom fyrir réttinn í morgun og sagðist hún hvorki hafa fengið vitneskju um samningana eða vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi Lúxemborg fyrr en undir lok árs 2002 eða byrjun ársins 2003. Færslur sem tengdust reikningi Baugs í Lúxemborg voru því ekki færðar inn í bókhald.

Anna sagði bókhaldið gefa glögga mynd af fjárhagstöðu félagsins, þrátt fyrir að gera hafi þurft bakfærslur í bókhaldi eftir á, til dæmis vegna kaupanna á Arcadia.

Hildur Högnadóttir, starfsmaður ICEBANK, kom einnig fyrir dóminn í dag en eftir hádegi eru þeir Pálmi Kristjánsson og Kristján Þorbergsson væntanlegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×