Innlent

Féll niður af gámi um borð í skipi

Frá Hafnarfjarðarhöfn.
Frá Hafnarfjarðarhöfn. MYND/Stefán

Karlmaður brotnaði á nokkrum stöðum þegar hann féll niður af gámi um borð í skipinu Kársnesi í Hafnarfjarðarhöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild slasaðist maðurinn ekki alvarlega en hann virðist hafa borið hendurnar fyrir sig þegar hann lenti. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang og flutti hann karlmanninn á slysadeild. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsi í nótt en verið er að rannsaka meiðsli hans nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×