Innlent

Andstæðingar álvers enn með forystuna

Andstæðingar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík hafa enn forystu eftir að öll atkvæði fyrir utan utankjörfundaratkvæði hafa verið talin eða 11.569. Aðrar tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Alls eru 5860 andvíg stækkun álversins en 5638 með stækkuninni en 71 atkvæði var autt og ógilt. Eftir á að telja 1195 atkvæði en miðað við stöðuna núna eru 51 prósent Hafnfirðinga á móti stækkuninni en 49 prósent með henni.

Búist er við að endanlegar tölur liggi fyrir öðru hvoru megin við klukkan 23. Alls voru 16.648 á kjörskrá og kjörsókn var því 76,6 prósent.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×