Hitt húsið verður á morgun með kynningu á Útþrá 2007. Kynningin miðar að námi, starfi og leik í útlöndum fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Sextán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína sem snýr einnig að ferðum og sjálfboðasatörfum. Allir eru velkomnir í húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Kynningin hefst klukkan 16. Enginn aðgangseyrir er að fundinum og boðið verður upp á veitingar.
